Framtíð Íslands

Framtíð Íslands

[18. desember 2008] Félagslegt réttlæti og pólitískt siðgæði eru hlutir sem erfitt er að festa í lög. Þetta eru dyggðir sem blunda í einstaklingnum og liggja í þjóðarsálinni. Það ber vott um virðingarleysi og jafnvel mannvonsku þegar þessar dyggðir eru algjörlega hunsaðar. Embættismenn sváfu á vaktinni í brúnni. Hér hrundi hagkerfið til grunna og enginn sem ber ábyrgð sér ástæðu til þess að segja af sér. Það er greinilega grunnt á pólitísku siðgæði á þessu landi.

Þegar yfirgnæfandi meirihluti fólksins í þessu svokallaða lýðræðislandi krefst kosninga þá bera ráðamenn fyrir sig ótrúlegustu afsökunum. Þeir segja að björgunarstarfið kalli á alla krafta þeirra og kosningabarátta yrði því of tímafrek. Við vitum þó öll að fjöldi alþingismanna hefur í gegnum tíðina verið á launaskrá fyrirtækja og stofnana út um allan bæ á meðan þeir gegna þingstörfum. Fólkið sem skúrar Alþingishúsið ætti að reyna að mæta jafn skrykkjótt á vinnustað!

Stjórnmálamenn eru á háum launum og enn betri eftirlaunum. Hvers vegna segja þeir ekki upp aukastörfunum og mæta til kosninga í vor?

Hvað segir það um okkur sem manneskjur og hvers konar félagslegt réttlæti er það að gera þúsundir einstaklinga sem skulda verðtryggð lán eignalausa á einn svipstundu. Og stela þannig afrakstri margra ára vinnu af þessu fólki? Þetta er gert á sama tíma og varla er hróflað við þeim sem rústuðu öllu kerfinu. Fólkið sem á undanförnum árum hefur verið að kaupa allt of dýrt húsnæði—þökk sé m.a. verðtryggingunni sem stórhækkar allt fasteignaverð—og hefur unnið myrkranna á milli á enga sök á gengisfellingum, okurvaxtastefnu eða spillingu í bankakerfinu. Nú á að leysa efnahagsvandan m.a. með því að leiða þennan hóp í sláturhús.

Líkt og Ugluspegill reiknaði barn í konu þá hafa einhverjir spekingar reiknað það út að verðtrygging lána lækki vaxtabyrðina. Þetta eru mjög villandi útreikningar vegna þess að það er verið að reikna út vexti innan kerfis sem felur í sér verðtryggingu. Aðrar þjóðir búa við kerfi sem byggir á framboði og eftirspurn lána sem bera fasta vexti. Það kerfi hefur alla tíð í nær öllum tilfellum skilað lánþegum lægri vöxtum heldur en íslenska okurkerfið. Verðtryggingin sem kerfi hefur því stórhækkað greiðslubyrðina, ekki lækkað hana. Þetta er útskýrt í smáatriðum hér.

Það er ekki eins og þetta séu einhver geimvísindi. Þegar tveir aðilar semja, en aðeins annar þeirra er látinn axla alla áhættu, þá eru í gangi viðskipti sem eru í hæsta máta óeðlileg og hljóta samkvæmt grundvallarreglum hagfræðinnar að leiða af sér einhverja vitleysu. Helstu gallarnir eru að falin greiðslubyrði fær fólk til þess að bjóða of hátt í húsnæðið og raunvextir verða of háir þegar eðlilegt samband á milli framboðs og eftirspurnar er tekið úr sambandi. Svona vinnubrögð eru ekki í anda eðlilegra viðskiptahefða og geta varla talist lögleg þótt einhverjir pólitíkusar hafi troðið þessu í gegnum þingið. Verðtryggingin var á sínum tíma taktísk viðurkenning stjórnvalda á þeirri staðreynd að þau kunnu ekki að stjórna hagkerfinu ... og kunna það greinilega ekki enn. Íslenska stjórnarskráin er ansi lélegt plagg sem vaskir stjórnmálamenn okkar eru búnir að tala um að breyta í hálfa öld og sennilega væri best að láta Evrópudómstóllinn dæma í þessu máli.

Möppudýrin í lífeyrissjóðunum eru öll á bandi verðtryggingarinnar og segja afnám hennar stórhættulegt fyrir sjóðina. En eins og nýlegt stórtap þessara sjóða sýnir þá eru þetta ekkert sérstaklega sleipir peningamenn eða sjálfstætt hugsandi hagfræðingar. Best væri að leggja þessa sjóði niður og láta kerfið vinna alveg sjálfkrafa. Það er hægt að gera á þennan hátt:

Reikningar eru opnaðir í Seðlabankanum fyrir alla Íslendinga sem eru á vinnumarkaði. Lífeyrissjóðsgreiðslurnar fara sjálfkrafa inn á þessa reikninga í formi ríkisskuldabréfa. Ef einstaklingur deyr um aldur fram þá fá erfingjarnir peningana millifærða á sinn reikning. Það kostar sama og ekki neitt að reka svona kerfi rafrænt, allir fjárfesta í öruggum bréfum og fá síðan greitt til baka að fullu. Berið þetta saman við ruglið sem núna er í gangi.

Lífeyrissjóðirnir eru risaeðlur sem eiga að hverfa.

Framtíð Íslands er ekki björt ef yngsta kynslóð húsnæðiskaupenda verður látin taka á sig stærri skell en aðrir. Réttlát reiði eitrar þá út frá sér í samfélaginu og mikill landsflótti liggur í loftinu. Eru stjórnmálamenn landsins virkilega svo kaldrifjaðir að þeir láti þetta gerast eða eru þeir bara steinrunnin nátttröll sem stara út í tómið. Það verður að afnema verðtrygginguna strax.

 

Tekið af vefsíðunni VALD.ORG
Birt með leyfi höfundar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Þakka þér fyrir greinina. Það þarf að halda áfram að tala um óréttlætið sem á sér stað í þjóðfélaginu í dag. Það má ekki leyfa stjórnvöldum að taka aleiguna af óbreyttum borgurum meðan að auðmennirnir sem hafa komið eignum sínum úr landi ganga hér um göturnar og hlægja að fólki eins og Jón Ásgeir gerði í gær.

Það þarf að taka umræðuna um þetta óréttlæti í kaffiboðum, út á gangstétt, á vinnustöðunum, til sjávar og sveita og upp til fjalla, á pöbbum og í sjónvarpi og útvarpi. Hvar sem er þar sem að fyrirfinnst viðmælandi. 

sandkassi (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Diesel

Ég er sammála þér, við þurfum að koma þessu til sem flestra. Það væri nú gaman ef það væri einhver frjáls fjölmiðill í landinu sem gæti prentað dollar-greinina þína og þessa frábæru grein eftir Jóhannes Björn og skutlað inn á hvert heimili. Fólk þarf stundum smá aðstoð til að opna augun og sjá hvað er í gangi. Það skynja ekki allir hvað er að eiga sér stað í bakherbergjum....

Diesel, 19.12.2008 kl. 01:07

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Akkúrat það sem ég hef verið að segja við alla sem vilja heyra og hina líka :) lifi valdið (það er vald.org)

Sævar Finnbogason, 19.12.2008 kl. 02:01

4 Smámynd: Diesel

Vald.org er eina valdið sem ég hef trú á og treysti. Þangað til valdið færist til fólksins

Diesel, 19.12.2008 kl. 02:06

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilldargrein, hver sem höfundur er. Ég er samt ekki sammála að Íslenska Stjórnarskráinn sé ónít plagg! Stjórnarskráinn er ekki notuð, eða hún er ekki í sambandi!

Það má kópera þessar greinar og bera þær í hvern póstkassa á Íslandi. Ekkert mál.

Þegar önnur ríki eru að fara niður í 0 - 0, 25% stýrivexti, þá fara Íslendingar upp í 18%. Þegar önnur ríki með svipuð vandamál, lækka bankavexti, hækkum við okkar plús verðtryggingu.

Aulagangurin er með svo miklum ólíkindum í stjórn þessa lands að það væri óviðing við mongolíta að bera Ríkisstjórn saman við þá.

Svo er ég hættur "diplomati"! Ég vil bara skjóta þetta pakk af færi hvar sem næst í þá. Gott fyrir landið að ég er ekki þar núna. Væri komin í grjótið og einhverjir ráðherrar dauðir...var verið að hóta mér gjaldþroti fyrir skít og kanel...

Óskar Arnórsson, 19.12.2008 kl. 02:07

6 Smámynd: Diesel

Já, greinin er snilld. Höfundurinn er líka snillingur. Jóhannes Björn heitir maðurinn og er með síðuna vald.org. Hann veit lengra en nef sitt nær.

Já, ÓSkar, það endar með því að einhver snýtir rauðu, ef ekkert verður gert á næstunni. Árið 2009 verður rautt...

Diesel, 19.12.2008 kl. 02:23

7 identicon

Ég setti greinina mína í Acrobat skrá. Í henni er líka linkur sem hægt er að klikka á til að hlusta á pistilinn. Mín vegna mega menn dreifa þessari skrá út um allar trissur, sem víðast bara.  

http://multitrack.powweb.com/nyr_gjaldmidill.pdf

sandkassi (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 02:26

8 Smámynd: Diesel

Gunnar: Þetta er efni sem þarf að berast til eyrna allra landsmanna. Fyrr en seinna

Ekki vill þó svo sérkennilega til að þú eigir frjálsan fjölmiðil?

Diesel, 19.12.2008 kl. 02:39

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég geri það Gunnar Waage! Þessi pistill þinn er hrein snilld!

Byrjaðu í pólitík í einum grænum og ég skal skaffa fólk sem eru vopnaðir hafnarboltakylfum og skotvopnum fyrir þá sem ekki gera sem þú segir...ég kann ekkert í stjórnmálum, enn kann að fást við glæpamenn.

Og það eru glæpamenn sem Ísland á í höggi við núna!

Aumingja Víkingasveitin segi ég bara. Eins gott fyrir þá að semja.... 

Óskar Arnórsson, 19.12.2008 kl. 02:46

10 identicon

ég er feginn að að eiga skoðanabræður, þakka ykkur fyrir það.

Nei ég á ekki fjölmiðil og eini fjölmiðillin sem hefur verið til í að taka þessa umræðu inn er Útvarp Saga og eiga þau þakkir fyrir það. En ég held að ef svona efni er sent á alla mögulega póstlista og allir sem fá póstinn eru þá beðnir um að koma því áfram á sama hátt þá næst ansi mikil dreifing.

Þá er nóg að senda bara linkinn ásamt beiðni um að viðkomandi komi þessu áleiðis, einskonar keðjubréf. Ég held að það gæti verið mjög sterkt. 

sandkassi (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 03:51

11 Smámynd: Diesel

Gunnar, ert þú maður í að stofna stjórnmálaflokk með mér?

Diesel, 19.12.2008 kl. 09:18

12 identicon

þakka ykkur fyrir þetta traust strákar, það er aldrei að vita en ég held reyndar að núna sé þingið mjög illa statt og í raun óstarfhæft. Þess vegna eru aðgerðir í dag utan þingsins það sterkasta. Í þinginu er verið að kæfa niður allt í einhverskonar valdatafli innan ríkisstjórnarinnar. En utan frá í gegnum mótmæli og blogg og fl. er hægt að koma mjög miklu til leiðar.

sandkassi (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:48

13 Smámynd: Diesel

þess meir ástæða til að stofna nýtt stjórnmálaafl. Afl sem setur almenning í fyrsta sæti. Það þýðir heldur ekki að við hættum að blogga

Sé fyrir mér flokk sem hefur það að stefnumarki að taka upp dollar sem fyrst, en stofna síðar meir nýja krónu sem er tryggð með gulli. sterkasti gjaldmiðill í heimi.
Flokk sem sér til þess að allir geti lifað sómasamlegu lífi af 8 tíma vinnudegi.
Flokk sem tekur kvótann til þjóðarinnar

Diesel, 19.12.2008 kl. 11:05

14 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

er búin að vera og er á móti verðtryggingu og hef verið hissa á hve litlar undirtektir ég hef fengið.  Stjórnvöld og verkalýðsfélög er með vertryggingu.  Evrópusambandsaðild er eina leiðin til að losna við vertðyggingu og verðbólgu. það er min niðurstaða. Það yrði mesta kjarabótin fyrir íslenskt launafólk.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.12.2008 kl. 11:25

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

'eg er 100% stuðningsmaður ykkar Gunnar Waage og Diesel! Gull er það sem þarf! 

Óskar Arnórsson, 19.12.2008 kl. 11:52

16 Smámynd: Diesel

gott að vita það Óskar að maður fái einhvern stuðning

Diesel, 19.12.2008 kl. 12:14

17 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Takk fyrir ábendinguna Diesel, góð grein.

Björgvin R. Leifsson, 19.12.2008 kl. 19:24

18 Smámynd: Diesel

Það var lítið Björgvin. Endilega breiðið boðskapinn út. Kóperið greinina ef þið viljið. Sendið á alla sem þið þekkið.

Látum Ísland ekki sökkva dýpra. Komum okkur upp úr vandanum.
Mér finnst frábært að vita til þess að flestir ef ekki allir bloggvinir mínir eru þenkjandi fólk sem gerir sér grein fyrir alvarleika ástandsins.

Diesel, 19.12.2008 kl. 19:31

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hafið samband ef ykkur er alvara með að stofna nýtt stjórnmálaafl.

Árni Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 00:07

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef Árni verður formaður fyrir nýju stjórnmálaafli, þá legg ég mig allan fram við að afla félaga....

Óskar Arnórsson, 20.12.2008 kl. 07:03

21 Smámynd: Diesel

Ég heimta bara e-mailin ykkar. Þetta fer á fullt eftir áramót.

Diesel, 20.12.2008 kl. 12:17

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

oskar.evropa@gmail.com

Óskar Arnórsson, 20.12.2008 kl. 12:42

23 identicon

Gaman að sjá fólk öðlast þann móð sem þarf til að reyna að berjast fyrir betri tíð.

Ég held að fólk ætti að byrja á að sættast á eitthvað nógu einfalt.  Andstæðingurinn er snjall og hefur lengi sáð allskyns fræjum hjá fólki og það vökvar nú fræin og úr verða allskyns frelsarar, svo sem evrópusamband, dollar, noregskóngur o.s.frv.

Að mínu viti er það eina sem þarf að skoða eftirfarandi:

Það eru bara tvær stefnur í stjórnmálum.  Kollectivismi, sem þokar öllu í meiri miðstjórn og svo einstaklingshyggja - það er - vörður staðinn um rétt einstaklingsins (ekki fyrirtækjapersóna) til að haga sínu lífi eins og hann sér því best fyrir komið.

Slæmu fréttirnar eru að allir stjórnmálaflokkar íslands eru miðstjórnarflokkar.  Allir sem vilja esb, noregskonung eða með öðrum ráðum láta aðra hafa vit fyrir sér og sínum, eru miðstjórnarmenn.  Lýðheilsustöð er miðstjórnarbatterí.  Græningjar eru svo sannarlega alræðissinnaðir miðstjórnarmenn.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 14:25

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Diesel: Prófaðu 8207119

Árni Gunnarsson, 21.12.2008 kl. 18:47

25 identicon

Nú eru mótmælendur að taka upp gjaldmiðilsmálið

Rock on Eva Hauksdóttir skoða 

sandkassi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:58

26 Smámynd: Diesel

Gjaldmiðlamálið er eitthvað sem þarf að skoða sem fyrst.

Diesel, 22.12.2008 kl. 13:04

27 identicon

já í hvelli

sandkassi (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Diesel

Höfundur

Diesel
Diesel
Lúsugur verkamaður sem að ýmsir hafa keppst við að skuldsetja, 4 barna faðir, harðgiftur og kjaftfor.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband