Færsluflokkur: Dægurmál

Hvernig á að vera hægt að treysta ríkisstjórninni

þegar hún treystir ekki sjálfri sér?

Þetta bankahrun er að verða einhver mersti farsi sem þekkist og við erum orðin að athlægi um heim allan. 

Nú fáum við það staðfest, svart á hvítu, að menn eiga að rannsaka sjálfa sig. Er það ekki toppurinn á fáránleikanum? Eða er toppurinn að viðskiptavitlausiráðherrann fékk ekki að vita hverjir ættu að vinna með skilanefndinni?

Áfram Ísland ohf


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau eru þegar týnd

og tröllum gefin. Ekki þó tröllunum sem sitja á alþingi, nei nei. Samt er svo merkilegt að Steingrímur J sé að átta sig á þessu núna, 2 mánuðum eftir að almenningur fór fram á að allt bankahrunið yrði rannsakað. Hve mikið af pappír er hægt að eyða á 2 mánuðum?

Áfram Ísland ohf


mbl.is Gögn mega ekki glatast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki hissa

en ég verð að viðurkenna að ég er töluvert vonsvikinn.

Ég er einn af þeim sem spáði algjöru hruni hennar við að kasta henni á flot aftur, en sem betur fer virtist ég ætla ða hafa rangt fyrir mér. Nú verður óspennandi að fylgjast með. 

Ég vona að hún komist aftur á uppleið, en fólk verður samt að átta sig á að þegar keyrð er svona haftastefna, þá verða viðskipti með krónuna minni.

En ég spái samt hruni... ég er ekki svartsýnn, ég er raunsær

Áfram Ísland ohf


mbl.is Krónan byrjuð að veikjast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda verið að klóra yfir skítinn

svo að sauðsvartur almúginn (og sauðheimsk stjórnvöld) geti aldrei sannað að þessum fjármunum var stungið undan rétt fyrir lokun sjoppunnar.

Hvítþvottarbókin verður jólabókin 2025 og þar verða allir helstu hringrásarvíkingarnir , óstjórnmálamennirnir og bleðlabankastjórnin hvítþvegin af syndum sínum, sem verða dæmdar á fólkið (almenning) eins og allt annað í þessu máli. Einnig verður sérstakur kafli þar sem verður talað um að þetta sé alls ekki séríslenskt fyrirbæri. og jafnvel einn um hve frábært Fjármálaeftirlitið hafi staðið sig í að koma í veg fyrir að bankarniropnuðu útibú á Antartiku og gerðu mörgæsirnar gjaldþrota.

 

Áfram Ísland ohf


mbl.is Fær ekki gögn um dótturfélög bankanna í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar er ég sammála

trú er helsti sjúkdómur mannkyns, að trúa á eitthvað umfram eigin mátt og megin.

Guð hjálpar aðeins þeim sem hjálpa sér sjálfir, vegna þess að það er enginn guð....

 

Svo á ríkið að hætta að vera með þessa presta á sínu framfæri.


mbl.is Sjálfvirk skráning í trúfélög andstæð jafnréttislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En eftirlaunin?

Verða þau ekki afnumin fyrr en þessi ruslalýður sem situr sem bleðlabankastjóri verður kominn á eftirlaun þar og hjá ríkinu? Eða er Davíð þegar á eftirlaunum sem fyrrv. ráðherra?
mbl.is Frumvarp um launalækkun ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á fólk að fá að mótmæla

Annað væri bara vitleysa. 'eg segi ekki að fólk eigi að bíta, en hróp og köll að ráðamönnum skaða ekki.

Um að gera að segja þessum trúðum hvað við viljum.
kosningar í vor og þjóðstjórn þangað til.


mbl.is Mótmælendur eiga ekki að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En samt er ekkert gert

til þess að reyna að endurvekja traustið. Sömu risaeðlurnar sitja sem fastast í sínum stólum og vona að almenningur gleymi þessu eins og almenningur gleymdi eftirlaunafrumvarpinu, kvótaþjófnaðinum, bermúdaskálinni, Árna Johnsen og svo framvegis.

Ég væri til í þátt sem héti "Icelandic government makeover, extra extreme version"
og þar væri skipt um allt heila klabbið, sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur yrðu bannaðir og samfylkingin leyst upp. Þingmönnum væri fækkað í 21 og enginn mætti sitja á þingi meira en 3 kjörtímabil. Þá yrði viðkomandi bara að fara að vinna verkamannastörf.


mbl.is Bankakerfið nýtur lítils trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil hana líka burt

og smella á þjóðstjórn. Þjóðstjórn þar sem engir flokksmenn sitja. Þar sem lærðir menn sitja og geta horft út fyrir flokkadrættina.

Frábært framtak hjá þessu unga fólki. Þetta er fólkið sem erfir landið og skuldirnar.


mbl.is Vilja ríkisstjórnina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Diesel

Höfundur

Diesel
Diesel
Lúsugur verkamaður sem að ýmsir hafa keppst við að skuldsetja, 4 barna faðir, harðgiftur og kjaftfor.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband