Hvernig á að vera hægt að treysta ríkisstjórninni

þegar hún treystir ekki sjálfri sér?

Þetta bankahrun er að verða einhver mersti farsi sem þekkist og við erum orðin að athlægi um heim allan. 

Nú fáum við það staðfest, svart á hvítu, að menn eiga að rannsaka sjálfa sig. Er það ekki toppurinn á fáránleikanum? Eða er toppurinn að viðskiptavitlausiráðherrann fékk ekki að vita hverjir ættu að vinna með skilanefndinni?

Áfram Ísland ohf


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Henni er fyrirmunað a' gera nokkuð rétt og án tortryggni enda hvernig á annað að vera þegar fól í stjórninni og Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu talar ekki saman. Ég seigi bara hættið þessu þið getið þetta ekki. Látið aðra um þetta sem geta talað saman.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 9.12.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Klappa saman lófunum,

reka' ei neinn úr móunum.

Rannsaka smá bita

og láta' ekki Bjögga vita.

Björgvin R. Leifsson, 9.12.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Diesel

Góður þessi Björgvin Rúnar, virkilega góður

Diesel, 9.12.2008 kl. 20:56

4 identicon

Og hvað ætlið þið að gera í hlutunum ?

Stofna samtök ?

Taka þátt með þeim samtökum sem eru að myndast ?

Mæta á mótmæli ?

Eða sitja heima og sætta ykkur við ástandið. Blogg nær bara svo og svo langt.

Það verða fullt af siðspiltum og ólöglegum peningamálum hvítþvoð í rannsóknum. Á því er enginn vafi. Af hverju að bíða eftir því sem allir vita að mun ske?

Mætið heldur á fundi með fólki sem vill breytingar og er að leita að ráðum til þess. Ég er t.d byrjaður á því. Ég skulda ekkert. Ég á ekkert. Ég tók aldrei þátt í góðærinu á neinn hátt. Líf mitt verður ekkert mikið öðruvísi en það var fyrir Kreppu.

Hinvegar sýni ég samstöðu. Ég mæti ég fyrir þá sem hafa verið beittir órétti og logið að. Ég mæti til að styðja þá sem hafa verið sviknir og notaðir. Þið vitið alveg hverjir þetta eru því þið þekkið svona fólk (ef þið eruð ekki sjálf þetta fólk) Gerið eitthvað því að við munum aldrei vera sátt í frammtíðinni ef við finnum ekki ráð til að ná réttlæti.

Réttlæti er t.d óháð rannsókn erlendra rannsóknarstofnanna. Ef við náum t.d að þröngvar því í gegn með friðsömum aðgerðum (t.d aðgerðum á borð við það sem Tælendingar gerðu) Þá verður þjóðinn sáttari og virkar betur sem heild.

Hjálpið til.

T.d er mætir fólk samann í Borgartún 3. Morgunn kl: 17-20 og ræðir samann um hvað er hægt að gera. Allt mjög friðsamt. Samstaða mun gera landið betra. Borgarafundur stendur fyrir þessum mannamótum. Allir velkomnir.

Ætlið þið t.d að trúa þeim blekkingarleik sem núna er í gangi að ekkert meigi gera til að stöðva uppbyggingarstarfið ? Þegar í raun er ekki verið að gera neitt nema tryggja sömu aðilunum og komu okkur í þessa stöðu áframhaldandi völd.

Þetta er í raun mjög einfallt.

Aðeins Íslendingar geta læknað þessi sár og vonbrigði með kröfum og aðgerðum.

Ekki stjórnvöld. Þau eru sjálf vandamálið

Íslenskur samhugur í verki (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Diesel

Höfundur

Diesel
Diesel
Lúsugur verkamaður sem að ýmsir hafa keppst við að skuldsetja, 4 barna faðir, harðgiftur og kjaftfor.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband