11.12.2008 | 13:54
En hvað með fjármagns- og hátekjuskatt?
Þar væri nú hægt að ná í 10 milljarða á ári held ég. En, áfram ætalr sjálfstæðisflokkurinn að gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Kapítalisminn og frjálshyggjan verða ekki slegin af fyrr en við verðum komin í þá stöðu að 90% af almenningi verður með skömmtunarseðla meðan hin 10% éta styrjuhrogn og kampavín í morgunmat.
Þessi ríkisstjórn þekkti ekki réttlæti þó það biti hana í rassgatið
Blóðug fjárlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Diesel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- brell
- stormsker
- brjann
- hvirfilbylur
- svartur
- nimbus
- bjarnihardar
- prakkarinn
- kreppukallinn
- jon-o-vilhjalmsson
- hagbardur
- utvarpsaga
- thj41
- ipanama
- vefritid
- gbo
- jensgud
- reykur
- einari
- killjoker
- gandri
- gullvagninn
- skessa
- gorgeir
- disdis
- idda
- kreppan
- juliusbearsson
- katrinsnaeholm
- larahanna
- huldumenn
- sjonsson
- savar
- vilhjalmurarnason
- vga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað í fjandanum ætlarðu að fá út úr því að hækka fjármagnstekjuskatt þegar engin er með fjármagnstekjur á árinu?
D (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:07
Hefur sannað sig, sérstaklega í ríkjum eins og danmörku þegar sett eru svona skattþrep og svokallaður hátekjuskattur að skattekjur til ríkisins í raun dragast saman frekar en annað þar sem fólk missir hvatann í að fá þessar hátekjur, allaveganna miðað við gamla viðmiðið gátu sjómenn og starfsmenn álveranna einnig flokkast sem hátekjufólk.
Einnig finnst mér sanngjarnt að Jóna skúrningarkona sem er kannski með 170þ í laun borgi 26.690kr í skatt, þetta er þá með persónuafslætti meðan hún Guðríður sem ákvað að eyða 9 árum í að mennta sig, lagt sig alla fram við vinnu og þar afleiðandi komin í betri stöðu en jóna fær 800þ í mánaðartekjur og borgar 251.726kr í skatt.
Svo raunskatthlutfall á Jónu er 15,7% og hennar Guðríðar er 31,5%.
Svo í raun er hátekjuskattur á Íslandi, hvar er sanngirninn í því fyrir Guðríði sem lagði sig alla fram í að læra og og koma sér í gegnum þetta og gat ekki byrjað að búa því hún þurfti að mennta sig meðan Jóna ákvað að skella sér strax á vinnumarkaðinn til að geta byrjað að búa.
Ingvar (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:13
D.
Heldur þú að það sé enginn með fjármagnstekjur? Sei sei. Er ekki fullt a f hrinrásarvíkingum enþá að versla með fyrirtæki og hlutabréf? Held það nú barasta.
Ingvar, ok, þá er ég að tala um HÁhátekjuskatt. Hærri skatt á alla þessa verkalýðsforkólfa, ráðherra, forsetann og hópana sem eru með milljón plús á mánuði.
Ég hef líka alltaf verið þeirrar skoðunar að fólk sem vinnur við það sem það hefur menntað sig í (ekki t.d lögfræðingur í stjórn seðlabanka) á að hafa það betra en average joe úti í bæ. En það er samt ekki sanngjarnt að þeir lægst launuðu borgi allt IMF lánið og vextina með.
Diesel, 11.12.2008 kl. 14:20
En það er alveg vel hægt að ná milljón á mánuði þó maður sé bara venjulegur maður,
mikil yfirvinna? sjómaður? sjálfstæður verktaki í góðæri?
Einnig fer allur þessur peningur sem þessir aðilar vinna sér inn aftur inní hagkerfið, þeir eyða þeim útí búð og í þjónustu og fá verktaka í að mála og parketleggja nýju húsin sín, allur peningur fer eitthvert.
Svo það, að vera verkalýðsforkólfur, ráðherra, forseti eða hvaðeina, þá er þetta mjög áhættusamt starf, þú hefur lítið starfsöryggi og þarft að eyða miklum pening í að koma þér á framfæri, finnst þér ekki eðlilegt að þeir einstaklingar fái borgað í samræmi við það?
Ingvar (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:29
Svo það, að vera verkalýðsforkólfur, ráðherra, forseti eða hvaðeina, þá er þetta mjög áhættusamt starf, þú hefur lítið starfsöryggi og þarft að eyða miklum pening í að koma þér á framfæri,
Þarna erum við algerlega óssammála. Sitjandi forseti var ráðherra. Get ekki séð áhættu-factorinn þar á milli. Það eina sem er bein tenging þar á milli, var það að hann hafði það góð laun sem ráðherra að hann gat léttilega staðið undir sinni kosningabaráttur. Seðlabankastjóri var einnig ráðherra og var skipaður seðlabankastjóri af fyrrverandi sam-ráðherra sínum. Sé ekki að hann hafi eitt peningum í að koma sér á framfæri
Svo er það nú svo að á meðan flokkakerfið er við lýði, þá er það flokkurinn sem kemur þér áfram og fjármagnar kosningabaráttuna...
Svo er það eitt sem við Íslendingar þurfum að læra, þú nefnir mikla yfirvinnu. Við eigum ekki að þurfa að vinna yfirvinnu til að geta lifað mannsæmandi lífi. Við eigum að komast auðveldlega af á 8 tímunum. Ef þú vinnur meira en það, þá áttu að sjálfsögðu að borga meiri skatt. Ef þú villt meiri pening, þá áttu að þurfa að hafa meira fyrir honum ekki satt?
Diesel, 11.12.2008 kl. 14:42
Diesel. Það má vel vera að einhverjir séu með fjármagnstekjur, en þeir eru ekki margir og upphæðirnar ekki háar. Allavega alls ekki nógu háar til að geta lækkað hallann á ríkissjóði af einhverju viti. Mæli með því að þú kynnir þér málið aðeins betur.
D (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:43
Jæja, allavega D, þá hefði fjármagnstekjuskattur skilað okkur ágætu inn á síðustu árum, ef hann hefði ekki verið afnumin til að auðvelda svona svikamyllur.
Diesel, 11.12.2008 kl. 17:00
Afhverju grunar mig að bæði Ingvar og D séu ... traustir kjósendur D listans?
Það má nefnilega (segir D listinn) leggja endalaust á breiðu bökin. En... kóngarnir á toppnum? Nei, það má aldrei hrófla við þeim. Aldrei.
Einar Indriðason, 11.12.2008 kl. 17:35
Einar, kannski vegna þess að þeir hljóma sem slíkir
Diesel, 11.12.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.