Nýtt lýðveldi

Það má með sanni segja að forverar þeirrar ríkisstjórnar er nú situr, þ.e ríkisstjórnir sjáfstæðisflokks og framsóknarflokks hafi keppst við að grafa okkur þá fjöldagröf sem við erum nú öll stödd í (fyrir utan auðmennina sem stungu af með sitt til einhverra eyja og aldrei það kemur til baka) með kvótagjöfinni og nú síðast með því að gefa bankana.

Það er þó ekkert launungarmál, að núverandi ríkisstjórn ætlar að moka yfir gröfina með því að neita að horfast í augu við sannleikann, staðreyndir og hypja sig frá svo að þjóðstjórn geti tekið við. Hún situr sem fastast í eigin hroka, neitar lýðræðinu um að fá sínu framgengt.

Ég las um daginn pistil í fréttablaðinu eftir Njörð P. Njarðvík þar sem hann lýsir nýju Íslandi með nýju lýðræði.
Eftir að hafa lesið greinina sá ég að þar talaði hann um það Ísland sem mig langar að búa í. Þar sem fólkið hefur í raun vald yfir því hverjir ráða. Þar sem ríkir lýðræði en ekki ráðherraræði. Þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi af 8 tíma vinnudegi. Þar sem auðurinn safnast ekki á fárra hendur. Þar sem náttúran fær að njóta sín. Þar sem allir eru ánægðir. 

Það er Íslandið sem ég vil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

7 tíma eins og málum er háttað nú. Þá skapast pláss strax fyrir 15% af mannafla í staðinn. Sennilega myndi lögboðin hámarks 35 stunda vinnuvika fram að áramótum gera miklu meira gagn. Í stað þess að borga aumingja bætur með fólki á lámarkslaunum. eiga ekki allir jafnarétt á tækifærum?

Júlíus Björnsson, 16.1.2009 kl. 03:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir með Nyrði við þurfum nýtt lýðveldi og hreint borð. Fólk sem hugsar um úrbætur eins og júlíus tala um.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 03:33

3 Smámynd: Diesel

jú, það eiga allir að hafa rétt á því að fá tækifæri.

Júlíus, þú ert einn af þessum framsýnu mönnum sem gætu jafnvel orðið okkur til bjargar. Ekki skemmir fyrir að fá konur eins og Jakobínu í það starf líka

Diesel, 16.1.2009 kl. 15:22

4 identicon

Sammála ykkur, og ég er viss um það að þessar hremmingar hafa kennt okkur venjulegum þegnum þjóðarinnar. Okkur sem erum eins og lömb á altari fórnar, kennt okkur að meta uppá nýtt þau gildi sem skipta máli.

Hugmyndir Njarðar P eru stór merkilegar, ekki endilega nýjar en í hans framsetningu í Silfrinu sl. sunnudag þá vona ég að eitthvað af þessu komi til með að ná fram.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Diesel

Höfundur

Diesel
Diesel
Lúsugur verkamaður sem að ýmsir hafa keppst við að skuldsetja, 4 barna faðir, harðgiftur og kjaftfor.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband